fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fókus

Þess vegna lifa konur lengur en karlar

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 13. júlí 2025 14:00

Líkami kvenna er betur byggður en karla. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn á genum gefur innsýn í það hvers vegna konur lifa almennt lengur en karlar. Konur og stúlkur eiga auðveldara með að standast áföll en karlar og drengir.

Rannsóknin er birt í nýrri bók, „Sterkara kynið“ (e: The Stronger Sex) eftir höfundinn Starre Vartan, sem skrifað hefur mikið um kvenlíkamann, umhverfið og vísindi. Hún vísar líka mikið í rannsóknir Virginíu Zarulli við háskólann í Padúa á Ítalíu sem rannsakað hefur tölfræði um mun á langlífi karla og kvenna.

Í bókinni kemur fram að reynslan sýni að konur lifa almennt frekar af áföll en karlar. Til að mynda í hungursneyðinni í Írlandi á 19. öld eftir kartöfluuppskerubrestinn mikla, í harðræði þrælahalds á Trinidad og í skæðum mislingafaröldrum á Íslandi.

Vartan bendir á að konur ættu að vera í veikari stöðu. Þær ganga með börn, sem er bæði mikið álag á líkamann og getur reynst banvænt fyrir þær. Einnig eiga konur og stúlkur víða í heiminum minni aðgang að mat, heilbrigðisþjónustu og ýmsum öðrum nauðsynjum en menn og drengir.

Hvort sem er í harðræði og áföllum eða í friði og spekt þá lifa konur lengur en karlar. Zarulli komst að því að dánartíðni er hærri há körlum í öllum aldurshópum. Hvort sem um sé að ræða ungabörn, stálpuð börn og unglinga, fullorðið fólk eða miðaldra eða eldri borgara.

Öflugra varnarkerfi

En hver er ástæðan? Bent er á að konur hafi tvo XX litninga en karlar einn. Í X litningum eru um 10 sinnum fleiri gen en í Y litningum og því hafa konur meiri aðgang að ónæmisgenum. Þetta gerir líkama kvenna seigari og öflugri í baráttunni við hvers kyns bakteríur og veirur.

Ekki nóg með það þá færir kvenhormónið estrógen þeim einnig ýmis tól til að berjast við sjúkdóma. Konur hafa einnig meira magn af hvítum blóðkornum til að berjast við sýkingar.

Allt þetta veldur því meðal annars að konur bregðast betur við bólusetningum, eiga auðveldara með að verjast blóðsýkingum og ýmsum týpum af krabbameinum.

Á móti kemur að konur lenda oftar í því að þurfa að kljást við sjálfsofnæmi en karlar. Margar lifa líka með krónískum sjúkdómum út ævina, sjúkdómum sem hefðu drepið karl í sömu stöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Firmino fer til Katar
Fókus
Í gær

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu
Fókus
Í gær

Þetta eru tíu óhollustu skyndibitakeðjur Bandaríkjanna – Máltíðin stundum yfir 2.000 kaloríur

Þetta eru tíu óhollustu skyndibitakeðjur Bandaríkjanna – Máltíðin stundum yfir 2.000 kaloríur