fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 7. júlí 2025 14:32

Sjúkrabílarnir eru allir af gerðinni Mercedes-Benz Sprinter.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fastus heilsa, heilbrigðisdeild Fastus, vann nýverið stærsta sjúkrabílaútboð sem haldið hefur verið á Íslandi. Boðnir voru út 25 sjúkrabílar, þar af átta svokallaðir kassabílar (box body), sem eru nýjung á Íslandi. Hingað til hafa einungis verið notaðir van-gerðir sjúkrabíla, en kassabílarnir bjóða upp á rúmbetri vinnuaðstöðu og auðvelda umönnun sjúklinga. Í útboðinu var einnig ákvæði um mögulega viðbót upp á allt að 25 bíla, sem gæti þýtt samtals 50 nýja sjúkrabíla. 

Í tilkynningu kemur fram að Fastus vann útboðið í samstarfi við bílaumboðið Öskju og BAUS AT. Askja er umboðsaðili Mercedes-Benz á Íslandi en sjúkrabílarnir eru allir af gerðinni Mercedes-Benz Sprinter. BAUS AT sér um breytingar á bílunum.  

,,Tilboð okkar var metið hagkvæmast og hlaut hæstu einkunn, bæði fyrir van- og kassabíla,“ segir Herdís Þórisdóttir, deildarstjóri Fastus heilsu.

,,Þetta er stór áfangi fyrir Fastus og frábær viðurkenning á faglegri þekkingu og reynslu okkar í bransanum. Við hlökkum til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu sjúkraflutninga á Íslandi“.

Fjársýsla ríkisins hafði umsjón með útboðinu, sem auglýst hafi verið á öllu evrópska efnahagssvæðinu. Sjúkrabílarnir verða afhentir Rauða krossinum á næstu mánuðum. Rauði krossinn heldur utan um sjúkrabílaflota landsins samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda