Héraðssaksóknari hefur ákært einstakling fyrir kynferðisbrot með því að taka upp salernisferðir annarra einstaklinga á heimili sínu. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness þann 26. júní síðastliðinn.
Kyn geranda er ekki tilgreint í ákæru, en af henni má ráða að þolendur eru kvenkyns, þar af voru tekin upp tvö myndbönd af annarri þeirra.
Ákærði er ákærður fyrir „kynferðisbrot, með því að hafa þann 9. september 2023, á heimili sínu , útbúið myndefni af nekt eða kynferðislegri háttsemi annarra með því að koma farsíma sínum fyrir á salerni og án samþykkis taka upp tvö myndbönd svo sem hér segir:
Telst háttsemi í ofangreindum liðum varða við 1. mgr. 199. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. “
Konan Z gerir einkaréttarkröfu og krefst miskabóta að fjárhæð 1.500.000 króna auk vaxta. Þá er krafist málskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum reikningi, auk virðisaukaskatts á málflutningsþóknun.