fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 7. júlí 2025 11:19

Mynd: Skjáskot ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm sæta ákæru fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að ráðast á einn með þeim afleiðingum að þolandi hlaut áverka á höfði, auga og augntóft, auk þess að glíma við áfallastreitu eftir líkamsárásina. Þolandinn hafði áður komið öðrum til aðstoðar sem fimmmenningarnir réðust.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Fimmmenningarnir eru ákærðir eftir því sem segir í ákærunni:

með því að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 17. mars 2022, á bifreiðastæði verslunar Hagkaups í Garðabæ, í félagi, veist með ofbeldi að T, í kjölfar þess að T kom E til aðstoðar sem ákærðu höfðu ráðist á, með því að slá T í jörðina og sparka og stappa ítrekað á höfði hans og búk þar sem hann lá á jörðinni, allt með þeim afleiðingum að T hlaut marga yfirborðsáverka á höfði, áverka á auga og augntótt auk áfallastreitu.“ 

Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Einkaréttarkrafa:

Fyrir hönd þolanda er þess krafist að ákærðu verði gert að greiða kröfuhafa in solidum skaða- og miskabætur að fjárhæð 2.000.000 kr., auk vaxta. Jafnframt er krafist þóknunar vegna starfa réttargæslumanns úr ríkissjóði samkvæmt mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda