fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 7. júlí 2025 07:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir karlmenn sem Sigurjón Ólafsson fékk til að hafa samræði við þroskaskerta konu verða ekki ákærðir vegna málsins eftir að ríkissaksóknari staðfesti ákvörðun héraðssaksóknara. 

Sigurjón var í janúar dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn konunni, sem var undirmaður hans í verslun sem hann starfaði í sem verslunarstjóri, og syni hennar, sem hann lét horfa á kynlífsathafnir þeirra. Brotin voru framin reglulega og stóðu yfir  á árunum 2016 til 2020.

Sjá einnig: Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari svarar skriflegri fyrirspurn Vísis að málið hefði verið tekið til skoðunar hjá embætti hennar. Niðurstaðan hefði verið sú að ekki hafi verið efni til að gefa út ákæru á hendur öðrum en ákærða Sigurjóni.

Í janúar sagði Karl Ingi Vilbergsson saksóknari í samtali við DV:

„Ég get bara staðfest það að málin gagnvart þessu mönnum voru felld niður á þeim grundvelli að það þótti ekki líklegt að það næðist fram sönnun. Á hvaða grunni get ég ekki bara svarað. En málin voru felld niður gagnvart þeim þar sem þau þóttu ekki líkleg til sakfellis.“

Aðspurður hvort málin verði mögulega tekin upp aftur, svaraði Karl Ingi: „Almennt séð þá er unnt að taka upp mál sem hafa verið felld niður. Meðal annars þegar ákarðanir eru kærðar til ríkissaksóknara og sömuleiðis ef það koma fram einhver ný gögn í máli, þá er hægt að hefja rannsókn að nýju.“

Tókst ekki að bera kennsl á fimmta manninn

Mennirnir voru fimm, en tókst aðeins að bera kennsl á fjóra þeirra. Þeir báru vitni fyrir dómi í málinu og er greint frá vitnisburði þeirra frá blaðsíðu 37 til 39 í texta dómsins.

Þrír mannanna sögðust hafa haft samræði við konuna en einn segist aldrei hafa farið á staðinn og hitt fólkið. Einn mannanna segist hafa farið í tvö til þrjú skipti til Sigurjóns og konunnar. Hann eins og hinir mennirnir segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að samfarirnar væru gegn vilja konunnar og ekki hafa upplifað neitt á vettvangi sem benti til þess. Sigurjón hafi þó haft mun meira frumkvæði að samförunum sem konan.

Sjá einnig: Verslunarstjóramálið: Menn sem höfðu samræði við konuna báru vitni fyrir dómi – Sigurjón kom nakinn til dyra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu
Fréttir
Í gær

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“