fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 7. júlí 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir, fyrrum þingkona Pírata, spyr hvenær fólk ætli að hætta að setja Stefán Einar Stefánsson, umsjónarmann Spursmála Morgunblaðsins, á verðlaunapall fyrir skoðanir hans.

Vísar Þórhildur Sunna þar til orða sem Stefán Einar lét falla um þá ákvörðun borgarstjórnar að draga fána Palestínu að húni við ráðhús Reykjavíkur. Stefán Einar var ekki sáttur við ákvörðunina og lét þung orð falla í færslu sinni á Facebook. Kallaði hann Alexöndru Briem borgarfulltrúa Pírata, sem er trans kona, kynskipting.

Sjá einnig: Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

„Stefán Einar, sem margoft hefur opinberað innræti sitt, en nýtur vinsælda meðal álitsgjafa þessa lands sem „fíla hvað hann er beinskeittur“upplýsir okkur enn og aftur um myglað innrætið er hann skrifar af fúsum og frjálsum vilja um samstöðugjörning Reykjavíkurborgar með þolendum þjóðarmorðs í Palestínu“, segir Þórhildur Sunna og vísar til orða hans: 

„Þarna sést meðal annarra Alexandra Briem á myndinni. Hún er kynskiptingur. Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka. Þeir myrða það fólk köldu blóði.“

Hún óskar þess að Hamas-dauðasveitirnar hafi sigur á því samfélagi! Hversu heimskt getur fólk orðið þegar það trommar upp stuðning við fólk sem vill það feigt og hatar það heilu hatri fyrir það sem það er? Er farið að bjóða upp á aðgerðir í heilbrigðiskerfinu þar sem heilinn er tekinn úr fólki en ekki maginn eða önnur líffæri?“

Spyr Þórhildur Sunna: 

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda