Express skýrir frá þessu og segir að meðal þess sem sérsveitin hafi eyðilagt séu rúmlega 1.500 skriðdrekar, tæplega 3.000 brynvarin ökutæki, 2.655 fallbyssur og 4 þyrlur.
Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, var viðstaddur afmælisfagnað sérsveitarinnar í síðustu viku en þá var haldið upp á þrjátíu og eins árs afmæli hennar.
Hvað varðar verðmæti hergagnanna, sem sérsveitin hefur eyðilagt, þá eru flugvélarnar, sem voru eyðilagðar í hinni djörfu „köngulóarvefsaðgerð“ ekki taldar með. Í þeirri aðgerð eyðilagði sérsveitin tugi rússneskra herflugvéla á flugvöllum víða um Rússland.
Á síðustu tveimur vikum eyðilagði sérsveitin 39 skriðdreka, 14 loftvarnarkerfi og 17 skotfærageymslur.
Sveitin réðst á Kirovsk herflugvöllinn á Krím um síðustu helgi og eyðilagði þrjár árásarþyrlu og tvö loftvarnarkerfi.