fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Pressan
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 03:15

Ónýt ússnesk ökutæki í stöflum í Bucha í. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alpha sérsveit úkraínsku leyniþjónustunnar SBU hefur reynst Rússum erfið viðureignar síðan stríðið í Úkraínu hófst. Sveitin hefur eyðilagt hergögn að verðmæti sem svarar til um 660 milljarða íslenskra króna.

Express skýrir frá þessu og segir að meðal þess sem sérsveitin hafi eyðilagt séu rúmlega 1.500 skriðdrekar, tæplega 3.000 brynvarin ökutæki, 2.655 fallbyssur og 4 þyrlur.

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, var viðstaddur afmælisfagnað sérsveitarinnar í síðustu viku en þá var haldið upp á þrjátíu og eins árs afmæli hennar.

Hvað varðar verðmæti hergagnanna, sem sérsveitin hefur eyðilagt, þá eru flugvélarnar, sem voru eyðilagðar í hinni djörfu „köngulóarvefsaðgerð“ ekki taldar með. Í þeirri aðgerð eyðilagði sérsveitin tugi rússneskra herflugvéla á flugvöllum víða um Rússland.

Á síðustu tveimur vikum eyðilagði sérsveitin 39 skriðdreka, 14 loftvarnarkerfi og 17 skotfærageymslur.

Sveitin réðst á Kirovsk herflugvöllinn á Krím um síðustu helgi og eyðilagði þrjár árásarþyrlu og tvö loftvarnarkerfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu