Manchester City er mjög óvænt úr leik á HM félagsliða eftir tap gegn Al-Hilal í framlengdum leik í nótt.
Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma þar sem Bernardo Silva og Erling Haaland höfðu skorað fyrir City.
Al-Hilal frá Sádí Arabíu var hins vegar sterkari í framlengingu þar sem liðið vann 3-4 sigur á City.
Rosalega óvænt úrslit þar sem Leonardo var óvænt hetjan og skoraði sigurmarkið en hann skoraði einnig í venjulegum leiktíma.
Mörkin eru hér að neðan.