fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Eyjan
Þriðjudaginn 1. júlí 2025 08:00

Zohran Mamdami

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að MAGA-liðar, stuðningsmenn Donald Trump, hafi brugðist illa við í síðustu viku þegar Zohran Mamdani tryggði sér óvæntan en öruggan sigur í forvaldi Demókrata í New York um hver verður borgarstjóraefni flokksins í næstu kosningum.

„Ég er nógu gamall til að muna þegar New York-búar endurupplifðu 11. september án þess að kjósa það,“ skrifaði einn stuðningsmanna Trump og forsetinn deildi síðan þessari færslu.

Mamdani, sem er sósíallisti, vann öruggan sigur yfir Andrew Cuomo, fyrrum ríkisstjóra í New York.

En hver er þessi ungi maður sem kom mjög á óvart í forvali Demókrataflokksins?

Margir stjórnmálaskýrendur telja að hann geti orðið sá forystumaður sem Demókrata hefur vantað síðustu ár.

Margir tala um að hann verði hugsanlega leiðtogi flokksins en aðrir hafa efasemdir um það. Ástæðan er að hann er hin fullkomna staðalímynd hræðslumyndarinnar sem MAGA vill gjarnan mála af Demókrataflokknum.

Mamdani er 33 ára og af indverskum ættum en fæddur í Úganda. Hann er bandarískur ríkisborgari en getur ekki orðið forseti af því að hann fæddist ekki í Bandaríkjunum.

En þrátt fyrir að hann geti ekki orðið forseti hafa fjölmiðlar og stjórnmálaskýrendur velt því fyrir sér hvort hann geti orðið sá forystumaður sem getur tryggt Demókrötum sigur í forsetakosningunum 2028.

Aðgerðasinnar á hægri væng stjórnmálanna hafa verið iðnir við að deila gömlum ummælum Mamdani á samfélagsmiðlum. Þetta eru meðal annars ummæli um Ísrael, ofbeldi lögreglunnar og sósíalisma. Axios skýrir frá þessu.

„Fyrir 24 árum drap hópur múslima 2.753 manns þann 11. september. Nú er múslímskur sósíalisti á leið til að stýra New York, sagði Charlie Kirk, sem er áhrifaríkur áhrifavaldur innan MAGA.

Samsæriskenningasmiðurinn Laura Loomer, sem stendur Trump nærri, sagði (án þess að leggja fram nokkrar sannanir) um að sigur Mamdani muni hafa fleiri hryðjuverk í för með sér í New York.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“