fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fókus

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum

Fókus
Fimmtudaginn 26. júní 2025 11:30

Chris Wong er ánægður með launin sín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Værir þú til í að sigla um heimsins höf á skemmtiferðaskipi og fá borgað fyrir það? Margir myndu eflaust svara þessari spurningu játandi og kannski ekki síst eftir að hafa hlustað á frásögn Bretans Chris Wong sem síðastliðin tólf ár hefur starfað fyrir Royal Caribbean.

Wong heldur úti vinsælli rás á YouTube þar sem hann segir frá lífinu um borð og deilir ýmsum fróðleik um ferðir og ferðalög.

Í nýlegu myndbandi opinberaði hann að hann væri að hætta störfum. Frá árinu 2013 hefur hann starfað hjá Royal Caribbean, lengst af í spilasölum sem eru um borð í skipum fyrirtækisins

Í fyrrnefndu myndbandi birti hann einnig mynd af launaseðli sínum fyrir síðustu vinnulotu sína sem stóð yfir í tvær vikur. Er skemmst frá því að segja að fyrir þessar tvær vikur fékk hann 4.340 dollara í útborguð laun og þjórfé, samtals 527 þúsund krónur.

En eru þetta góð laun?

Sjálfur er Wong þeirrar skoðunar að þetta séu frábær laun þegar allt kemur til alls. Útgjöld hans um borð eru lítil sem engin, hann þarf aðeins að greiða fyrir farsíma og internet, en þarf ekki að greiða fyrir hús eða bíl til dæmis. Getur hann þar af leiðandi sparað sér talsverða fjármuni.

Maturinn um borð er ókeypis og á milli vakta getur hann dvalið um borð og búið í skipinu.

Í umfjöllun Mail Online er frásögn annars starfsmanns skemmtiferðaskips rifjuð upp en sá lýsti lífi sínu um borð í þræði á Reddit. Lýsti hann því að starfsfólk þurfi að eiga við allskonar fólk en mjög auðvelt sé að gleðja áhöfnina.

„Vertu bara almennilegur. Það er bókstaflega allt sem þarf. Við þurfum að fást við alls konar kröfuhart fólk,” sagði viðkomandi áður en hann kom með ráð til þeirra sem hyggja á starf um borð í skemmtiferðaskipið. Benti hann á að vinsælasta og eftirsóttasta starfið væri að komast að sem skemmtikraftur.

„Þeir hafa langmestan frítíma og eru mjög vel launaðir,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“