fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fókus

Móðir eyðilagði óléttutilkynningu í einstaklega vandræðalegu myndbandi

Fókus
Fimmtudaginn 26. júní 2025 08:39

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af óléttutilkynningu hefur verið að fara eins og eldur í sinu um netheima og ekki af góðri ástæðu. Olena Perez var spennt að tilkynna fjölskyldu sinni að hún ætti von á sínu fyrsta barni en viðbrögð þeirra, og sérstaklega móðurinnar, voru frekar dauf og leiðinleg.

„Mamma ætlaði ekki að leyfa óléttutilkynningunni minni að eyðileggja myndina,“ skrifaði Olena með myndbandinu á TikTok.

Í myndbandinu er Olena, móðir hennar og fleiri fjölskyldumeðlimir að stilla sér upp fyrir myndatöku, þegar þau eru tilbúin fyrir myndatökuna tekur hún upp jákvætt þungunarpróf úr veskinu og sýnir móður sinni en móðir hennar ýtir hönd hennar niður og vill að hún stilli sér upp fyrir myndina. Olena segir þá: „Ég er ólétt!“ En fjölskyldan virðist ennþá bara vilja taka myndina. Horfðu á myndbandið hér að neðan.

@olena.perez Lmaoooooo my mom loves a good pic!!! #pregnancyannouncement #momsoftiktok ♬ original sound – olena.perez

Myndbandið hefur fengið um 19 milljónir áhorfa síðastliðna tvo daga og hafa fjöldi netverja skrifað við það og sagt að Olena hafi átt mun betra skilið.

Ekki nóg með það, eftir að Olena birti annað myndband og deildi forsögunni, urðu netverjar enn reiðari. En Olena og eiginmaður hennar voru búin að vera að reyna í meira en ár og á þeim tíma var fjölskyldan alltaf að spyrja um barneignir og pressa á þau. Hún hélt því að þau yrðu spenntari en þetta að heyra tíðindin.

En Olena er ekki sár yfir þessu, þó það sé leiðinlegt að þetta sé eina minningin sem hún á á filmu eftir þetta, en hún segir fjölskylduna frábæra þrátt fyrir dræm viðbrögð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Hárígræðslan breytti algjörlega lífi mínu“

„Hárígræðslan breytti algjörlega lífi mínu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans