fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Þægilegt hjá meisturunum og nauðsynlegur sigur Vals

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 21. júní 2025 19:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í dag.

Nú fyrir skömmu vann Þór/KA öruggan 4-1 sigur á Víkingi. Agnes Birta Stefánsdóttir, Amalía Árnadóttir, Sonja Björg Sigurðardóttir og Sandra María Jessen gerðu mörk heimakvenna, en Dagný Rún Pétursdóttir hafði jafnað fyrir Víking.

Fyrr í dag vann Breiðablik þá femur þægilegan sigur á Stjörnunni í nágrannaslag. Samantha Smith, Birta Georgsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerðu mörkin í 0-3 sigri gestanna frá Kópavogi.

Loks vann Valur langþráðan sigur og kom hann gegn FH í Kaplakrika. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir og Helena Ósk Hálfdánardóttir komu Val í 0-2 sigur en Ingibjörg Magnúsdóttir minnkaði muninn fyrir FH. Nær komust Hafnfirðingar þó ekki.

Breiðablik er á toppi deildarinnar með 25 stig, jafnmörg stig og Þróttur en 3 meira en FH. Þór/KA kemur þar á eftir með 18 stig. Valur er í sjötta sæti með 12 stig, líkt og Stjarnan sem er sæti neðar. Loks er Víkingur í 9. sæti með 7 stig, 3 stigum frá öruggu sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Amorim mætti vansvefta á æfingasvæði United

Amorim mætti vansvefta á æfingasvæði United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eru að landa fyrrum United-manninum

Eru að landa fyrrum United-manninum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik