fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Damir lýsir lygilegum aðdraganda að ævintýri sínu í vetur – Unnustan sagði honum að svara ekki símtalinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 21. júní 2025 12:30

Skjáskot: Dr. Football

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Damir Muminovic hélt á vit ævintýranna eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn með Breiðabliki síðasta haust og lék með DPMM frá Brúnei í vetur. Aðdragandinn af því var áhugaverður.

Damir, sem er 35 ára gamall, er nú kominn aftur heim í Blika og getur spilað í næsta mánuði. Hann hélt að það væri verið að grínast í sér þegar honum bauðst að koma til DPMM, sem spilar í deildinni í Singapúr.

„Þetta er níu liða deild og við spiluðum fjórum sinnum við öll liðin. Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Damir í Dr. Football um veturinn. En hvernig kom þetta til?

„Ég fæ símtal á Instagram frá einhverjum. Katrín (Ásbjörnsdóttir unnusta Damirs) sagði mér að svara þessu ekki, þetta væri bara eitthvað bull. Svo hætti gæinn ekki að hringja í mig svo ég svaraði. Gæinn spurði mig hvort ég vildi koma til Brúnei að spila fótbolta. Ég skellti á en hann gafst ekkert upp.

Þetta hljómar eins og bull,“ sagði Damir, en að lokum varð þetta að veruleika.

Damir lék alla leikina eftir komuna til DPMM, en hans lið hafnaði í 5. sæti deildarinnar. Hér neðst má sjá hann tala um skiptin til DPMM og veruna þar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér