fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Pirraður hjá United en ekki svarið fyrir Chelsea

Victor Pálsson
Laugardaginn 21. júní 2025 08:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea ætti að forðast það að fá til sín vængmanninn Alejandro Garnacho sem er orðaður við félagið þessa stundina.

Þetta segir fyrrum leikmaður liðsins, Emmanuel Petit, en Garnacho spilar með Manchester United og ku vera á förum í sumar.

Garnacho er aðeins 20 ára gamall og á framtíðina fyrir sér en Petit telur að hann henti Chelsea alls ekki vel þessa stundina.

,,Chelsea ætti að forðast Alejandro Garnacho. Hann gæti verið ágætis náungi en ég var alls ekki hrifinn af hans hegðun hjá United eftir tímabilið,“ sagði Petti.

,,Hann virðist vera mjög pirraður. Hann hefur fengið sín tækifæri til að sanna sig á vellinum en enginn veit við hverju á að búast.“

,,Við höfum ekki séð hann bæta sig sem leikmann. Hugarfarið er til staðar en hann er ekki að bæta sig hægt og rólega. Chelsea er með vængmenn í svipuðum stöðum sem eru að glíma við það sama. Að fá inn Garnacho er ekki góð hugmynd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér