fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Segir Pogba að forðast endurkomu til Manchester

Victor Pálsson
Laugardaginn 21. júní 2025 07:00

Paul Pogba. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba ætti að forðast endurkomu til Manchester United en hann hefur af þónokkrum miðlum verið orðaður við enska félagið undanfarna mánuði.

Hversu áreiðanlegar þær heimildir eru er óljóst en Pogba var hjá United sem táningur og sneri svo aftur til liðsins 2016 áður en hann hélt til Juventus.

Frakkinn hefur ekki spilað í um tvö ár eftir að hafa fallið á lyfjaprófi og er í dag án félags og leitar að nýju félagi.

Emmanuel Petit, fyrrum landsliðsmaður Frakka og landi Pogba, hvetur miðjumanninn til að forðast United en liðið upplifði afskaplega slæmt tímabil í vetur.

,,Manchester United er ekki það umhverfi sem Paul Pogba þarf í dag í sinni endurkomu – hann er að snúa aftur frá helvíti,“ sagði Petit.

,,Hann er að reyna að koma nafni sínu aftur á framfæri sem og ferlinum svo rétt umhverfi er mjög mikilvægt.“

,,Hann þarf að hugsa sig verulega um þegar kemur að þessu vali en líkur eru á að hann sé ekki með það mörg tilboð á borðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér