fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fréttir

Flugstjórinn hokinn af reynslu og ætlaði að setjast í helgan stein á næstu mánuðum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. júní 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugstjóri vélar Air India-flugfélagsins sem brotlenti skömmu eftir flugtak frá borginni Ahmedabad í gærmorgun hét Sumeet Sabharwal og var sextugur að aldri.

Hann var með yfir 30 ára reynslu og hugðist setjast í helgan stein á næstu mánuðum. Ætlaði hann sér að verja meiri tíma með 82 ára föður sínum sem starfaði lengi innan flugbransans á Indlandi.

Sumeet hafði meðal annars það hlutverk að þjálfa og meta nýja flugmenn í venjubundnu farþegaflugi eftir að þeir hafa lokið þjálfun í flughermi. Aðeins vanir flugmenn með mikla reynslu og góða samskiptahæfni fá slíkt hlutverk.

Í frétt BBC kemur fram að Sumeet hafi haft yfir 8.200 flugtíma að baki sem gefur til kynna að hann hafi verið mjög reynslumikill.

„Hann var mjög hlédrægur og agaður. Við sáum hann oft koma og fara í einkennisbúningi en hann lét ekki mikið á sér bera,“ segir nágranni Sumeet í samtali við indverska fjölmiðla.

Aðstoðarflugmaður vélarinnar hét Clive Kundar og var hann með 1.100 flugtíma að baki og með réttindi til að fljúga Dreamliner-vélum Boeing.

Rannsókn á tildrögum slyssins stendur og er svarta kassans úr vélinni nú leitað. Vonast er til þess að hann geti varpað frekara ljósi á slysið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Staðfesta komu Xhaka
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tvær konur unnu í Lottó – önnur grét, hin bókaði ferð til Tenerife

Tvær konur unnu í Lottó – önnur grét, hin bókaði ferð til Tenerife
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögmaður spyr hvort minniháttar glæpir einfaldlega borgi sig – „Má segja að lögregla skili fullkomlega auðu“

Lögmaður spyr hvort minniháttar glæpir einfaldlega borgi sig – „Má segja að lögregla skili fullkomlega auðu“
Fréttir
Í gær

Kom íbúum í Hamraborg á óvart að sjá gröfur í garðinum – „Bæjarstjórinn er ekki að auka vinsældir sínar með þessu, alls ekki“

Kom íbúum í Hamraborg á óvart að sjá gröfur í garðinum – „Bæjarstjórinn er ekki að auka vinsældir sínar með þessu, alls ekki“
Fréttir
Í gær

Ýtti óvart á „senda“ – Varð til þess að háleynileg og rándýr áætlun reyndist nauðsynleg

Ýtti óvart á „senda“ – Varð til þess að háleynileg og rándýr áætlun reyndist nauðsynleg
Fréttir
Í gær

Foreldrar Sturlu Þórs minnast flugslyssins í Skerjafirði – „Því stundum þarf ekki nema eina ranga ákvörðun til að allt breytist“

Foreldrar Sturlu Þórs minnast flugslyssins í Skerjafirði – „Því stundum þarf ekki nema eina ranga ákvörðun til að allt breytist“
Fréttir
Í gær

Er með nafn, heimilisfang og bíllykla bensínþjófsins – „Hringdu í mig“

Er með nafn, heimilisfang og bíllykla bensínþjófsins – „Hringdu í mig“