Manchester City er komið á fullt í það að reyna að kaupa Rayan Cherki miðjumann Lyon. Fabrizio Romano segir frá þessu.
Cherki er öflugur sóknarsinnaður miðjumaður en City skoðar hann og Morgan Gibbs-White hjá Nottingham Forest.
Tijjani Reijnders er að ganga í raðir City frá AC Milan en hollenski miðjumaðurinn spilar aftar á vellinum.
Pep Guardiola stjóri City vill bæta við lið sitt í sumar til að reyna að finna taktinn aftur.
Cherki er til sölu en fleiri lið hafa skoðað miðjumann Lyon sem átti gott tímabil í ár í Frakklandi.