fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Veitist að Biden – „Helvítis martröð“

Eyjan
Föstudaginn 23. maí 2025 03:20

Joe Biden Bandaríkjaforseti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum toppráðgjafi Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseta, sendir Joe Biden, fyrrum Bandaríkjaforseta, sannkallaða breiðsíðu í nýrri bók sem heitir „Original Sin: President Biden‘s Decline, Its Cover-up, and His Disastrous Choice to Run Again“.

 „Helvítis martröð“ og „Þetta var allt Biden að kenna,“ er meðal þess sem haft er eftir David Plouffe, fyrrum ráðgjafa Barack Obama, um tilraun Kamala Harris til að verða forseti Bandaríkjanna.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að Plouffe skafi ekki utan af hlutunum þegar rætt er um Biden og Harris og forsetaframboð þeirra beggja.

Hann segir að það hafi einfaldlega tekið Biden of langan tíma að átta sig á að hann væri orðinn of gamall og ætti í raun ekki möguleika á „fjórum árum til viðbótar“ í Hvíta húsinu. „Hann plataði okkur algjörlega,“ segir hann um skilningsleysi Biden á áhyggjum annarra af andlegu ástandi hans og heilsufari.

Plouffe er sérstaklega ósáttur við að Biden hafi haldið fast við forsetaframboð sitt í þrjár vikur eftir hörmulegar sjónvarpskappræður hans og Donald Trump.

Plouffe fékk símtöl frá mörgum, sem höfðu gefið fé í kosningasjóð Biden, sem höfðu áhyggjur af getu Biden til að komast í gegnum kosningabaráttuna.

Plouffe segir að þetta hafi orðið til þess að hann hafi þrýst á Demókrata um að taka afstöðu til þessara áhyggna en þeir hafi alltaf svarað að engin vandi væri til staðar.

En miðað við orð hans, þá var mikið í gangi á bak við tjöldin.

Ekki síst vegna þess að hin hörmulega frammistaða Biden í kappræðunum við Trump var ekkert einsdæmi. Frá 2022 hafi heilsu hans og minni hrakað mikið. Ekki var óalgengt að hann gleymdi hvað nánustu ráðgjafar hans hétu og hann missti ítrekað þráðinn í ræðum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu