Svo virðist sem Leandro Trossard fari frá Arsenal í sumar en eiginkona hans ýjar að því á Instagram.
Síðasti heimaleikur Arsenal fór fram um helgina og var mikil gleði á Emirates vellinum.
Leandro Trossard hefur verið í aukahlutverki hjá Arsenal í ár og gæti farið í sumar.
Eiginkonan skrifar um allar fallegustu stundirnar hjá Arsenal en áður voru þau hjá Brighton.
„Þakklát fyrir allar fallegu minningarnar,“ skrifar Laura Hilven.