fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Nágrannar óttast Sigurð Almar – „Gerðist í fyrsta skipti á ævinni að ég hikaði við að fara út úr húsi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 19. maí 2025 09:48

Sigurður Almar. Skjáskot Kompás

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í dag gerðist í fyrsta skipti á ævinni að ég hikaði við að fara út úr húsi og það var út af manni sem var á vappi gargandi, sparkandi og æpandi fyrir utan á Hverfisgötunni,“ segir sextug kona sem býr í sama húsi og Sigurður Almar Sigurðsson, síbrotamaður sem grunaður er um að hafa svipt ferðamann frelsi sínu í heimahúsi við Hverfisgötu þann 1. maí.

Í kjölfar atviksins var Sigurður Almar úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi en Landsréttur felldi úrskurðinn úr gildi. Taldi Landsréttur ekki nægjanlegt að Sigurður Almar væri líklegur til árásar, hættan þurfi að vera yfirvofandi svo gæsluvarðhald sé réttlætanlegt. (Sjá Rúv.is).

Sigurður Almar glímir við fjölþættan vanda og á sér langa sögu um geðræn vandamál. Hann er greindur með þroskaröskun og hefur lengi misnotað fíkniefni. Úrræði skortir fyrir hann í kerfinu.

Sjá einnig: Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi

Lögmaður Sigurðar Almars segir að hann hafi ekki ætlað að valda ferðamanninum skaða, hann hafi einungis ætla að halda manninum til að spjalla við hann. Sigurður Almar hafði skotvopn undir höndum er hann var handtekinn.

Örugg út um allan heim nema á Hverfisgötu

„Ég er bara að pæla, ef ég hefði frelsissvipt einhvern og haldið föngnum, hefði mér þá verið sleppt svona út á meðal fólks eftir nokkra daga,“ segir íbúinn á Hverfisgötu sem hafði samband við DV vegna málsins. Hún undrast mjög að Sigurður Almar sitji ekki í gæsluvarðhaldi. Hún hefur búið víðsvegar um heiminn en aldrei áður fundið til ótta og óöryggis af þessu tagi áður.

„Ég hef búið í Oakland Kaliforníu, Stokkhólmi, Berlín, Hammarkullen í  Gautaborg og víðar og búið á Hverfisgötu í sirka 25 ár, en þessi ógn sem ég upplifði  í dag var eitthvað alveg nýtt, að standa við útidyrnar og hika við að fara út á götu um miðjan dag,“ segir konan.

Brot Sigurðar Almars gegn ferðamanninum er enn í rannsókn hjá lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri