Cole Palmer er á því máli að besti leikmaður heims sé ekki að spila á Englandi í dag og segir hann vera á Spáni.
Palmer nefnir Lamine Yamal sem besta leikmann heims í dag en hann er á mála hjá Barcelona og er aðeins 17 ára gamall.
Yamal hefur spilað stórkostlega á þessu tímabili og þrátt fyrir ungan aldur er hann orðaður bið Ballon d’Or á þessu ári.
Palmer er sjálfur leikmaður Chelsea og er ungur að aldrien hann hefur gríðarlega trú á Yamal sem hjálpaði Börsungum að vinna þrennuna á þessu ári.
,,Þetta er klikkað er það ekki? Að mínu mati er hann besti leikmaður í heimi ef ég er hreinskilinn,“ sagði Palmer.
,,Allt í þessu liði fer í gegnum hann og þegar þú horfir á hann… Klikkun. Þú sérð að hann er alveg óttalaus og ég elska að horfa á hann spila.“