Það er víst ekki öruggt að Martin Zubimendi endi hjá Arsenal í sumar en hann er mikið orðaður við enska félagið.
Arsenal vill mikið fá miðjumanninn í sumarglugganum sem er einn mikilvægasti ef ekki mikilvægasti leikmaður Real Sociedad.
AS greinir nú frá því að Real Madrid ætli að blanda sér í baráttuna á síðustu stundu þar sem Xabi Alonso, næsti stjóri liðsins, er mikill aðdáandi.
Zubimendi er fáanlegur á 60 milljónir evra í sumar og er víst búinn að ná munnlegu samkomulagi við Arsenal.
Real ætlar þó ekki að játa sig sigrað á þessum tímapunkti og er vongott um að ná samkomulagi við leikmanninn á næstu dögum.