Dean Henderson var hetja Crystal Palace í gær sem spilaði við Manchester City í úrslitum enska bikarsins.
Palace komst í 1-0 snemma leiks með marki Eberechi Eze en City fékk svo vítaspyrnu ekki löngu síðar.
Omar Marmoush steig á punktinn en Henderson gerði sér lítið fyrir og varði það skot sem tryggði að lokum sigur.
Henderson vissi alltaf hvert Marmoush myndi skjóta en hefði verið í vandræðum ef Erling Haaland hefði stigið upp og tekið spyrnuna.
,,Haaland hefði getað farið á punktinn og ég var ekki viss um hvert hann myndi skjóta,“ sagði Henderson.
,,Marmous hins vegar, ég vissi alltaf hvert hann myndi skjóta og var sannfærður um að ég myndi verja þá spyrnu.“