Max Eberl, stjórnarformaður Bayern Munchen, segist hafa fengið höfnun frá stjörnu liðsins á laugardag.
Bayern er að reyna að framlengja samning vængmannsins Leroy Sane sem verður samningslaus eftir tímabilið.
Sane vill ekki samþykkja tíu milljónir evra á ári hjá Bayern og virðist vera að horfa annað miðað við blaðamenn í Þýskalandi.
Sane var áður á mála hjá Manchester City en hann er 29 ára gamall og er orðaður við endurkomu til Englands.
,,Hann sagði við okkur á laugardaginn að hann hefði engan áhuga á að samþykkja þetta samningstilboð,“ sagði Eberl.
,,Það er ekkert illt okkar á milli en tilboðið er á borðinu. Við höfum sagt honum hvað við viljum. Að mínu mati þá finn ég það að Leroy vilji vera áfram.“
,,Við þurfum að sjá hvað gerist á næstu dögum.“