Florian Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og áttu þar fund með Pep Guardiola stjóra Manchester City.
City er tilbúið að borga 126 milljónir punda til að fá Wirtz frá Leverkusen í sumar.
Wirtz yrði þar með dýrasti leikmaður sem enskt félagslið hefur fest kaup á.
Wirtz er 22 ára gamall en FC Bayern hefur einnig áhuga á honum. Wirtz flaug til Englands í gær en reynt var að villa fyrir fólki.
Vélinni var flogið frá Maastricht í Hollandi sem er við landamæri Þýskalands og til Blackpool en myndir af foreldrum Wirtz hafa birst í þýskum miðlum.