Það kom fram á dögunum að United, með Sir Jim Ratcliffe í fararbroddi, myndi ekki greiða fyrir að starfsfólkið kæmist á leikina og átti þess í stað að halda viðburð þar sem það gæti horft á hann saman. Tveir drykkir eiga þar að fylgja með.
Samkvæmt ESPN hefur Amorim hins vegar tekið málin í eigin hendur og ætlar hann að greiða fyrir 30 starfsmenn sem starfa á bak við tjöldin. Má þá hver og einn taka tvo gesti með sér í boði Amorim. Inni í þessum hópi er til að mynda láglaunafólk.
Tottenham mun hins vegar greiða fyrir alla sína 700 starfsmenn svo þeir komist á völlinn til að sjá úrslitaleikinn.