Cesc Fabregas hefur staðfest það að hann hafi reynt að fá leikmann Barcelona til síns félags, Como á Ítalíu.
Um er að ræða varnarmanninn Eric Garcia en hann er ekki lykilmaður á Nou Camp og var í viðræðum við Como.
Garcia hefur hins vegar ákveðið að halda sig hjá Barcelona eftir að hafa rætt við stjóra liðsins, Hansi Flick.
,,Við viljum og viljum enn fá Eric Garcia til Como, hann er fjölhæfur leikmaður en hann verður áfram hjá Barcelona,“ sagði Fabregas.
Garcia hefur spilað 25 deildarleiki og 41 leik í öllum keppnum á tímabilinu og er mikilvægur hlekkur í hóp Börsunga þó hann byrji ekki alla leiki.