Arne Slot, stjóri Liverpool, hefur staðfest það að Trent Alexander Arnold muni ekki spila í bakverði liðsins gegn Arsenal á morgun.
Slot hefur ákveðið að velja hinn unga Conor Bradley sem hefur ekki fengið of mörg tækifæri á þessu tímabili.
,,Conor mun byrja á sunnudaginn því hann þarf að fá reynsluna og spila fleiri leiki,“ sagði Slot.
,,Hann þarf að undirbúa sig fyrir næsta tímabil og við treystum honum fullkomlega, það er á hreinu.“
Eins og flestir vita er Trent að kveðja Liverpool í sumar og er mögulega búinn að spila sinn síðasta leik fyrir félagið.