Það er nú staðfest að heil 48 lið verði á HM 2031 sem verður líklega haldið í Bandaríkjunum.
Um er að ræða HM kvenna en hingað til hafa aðeins 32 lið komist í lokakeppnina og er nú verið að breyta hressilega til.
Bandaríkin er eina þjóðin hingað til sem býðst til að halda HM 2031 en það gæti gerst í sameiningu með Mexíkó.
HM karla á næsta ári verður einmitt haldið á sama stað en Kanada mun einnig fá sína leiki í því móti.
Þetta eru góðar fréttir fyrir Ísland sem gerir sér klárlega vonir um að komast í lokakeppnina eftir sex ár.