fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social

Eyjan
Föstudaginn 9. maí 2025 12:08

Skrifað undir samninginn um kaupinn. Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pipar\TBWA hefur keypt hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social. Aida hefur þróað heildstætt gervigreindarforrit sem hannar, skapar og býr til efni, allt frá samfélagsmiðlaefni, auglýsingum, bloggi og fréttabréfum yfir í almannatengslaefni og efni fyrir innri samskipti. Aida gefur viðamikla yfirsýn og öflugt utanumhald og veitir innblástur fyrir daglega efnissköpun fyrirtækja á samfélagsmiðlum og við greinaskrif.

„Aida hefur vakið mikla athygli og er eitt mest spennandi kerfi fyrir efnissköpun og utanumhald í Evrópu,“ segir Guðmundur Pálsson, framkvæmdastjóri Pipars\TBWA.

„Við verðum alltaf að horfa til framtíðar og með því að eignast hlut í Aida og bjóða viðskiptavinum okkar upp á að nota þessa tækni tökum við þátt í þróuninni, viðskiptavinum okkar til hagsbóta,“ segir Guðmundur. Hann segir að Pipar\TBWA hafi alltaf verið brautryðjandi á sínu sviði. „Það er í genunum okkar. Við teljum að uppbygging og frekari þróun á Aida komi til með að skipta miklu máli fyrir okkur og viðskiptavini okkar á næstu mánuðum og árum.“

Suzann Webb, sem leiðir stefnumótun Aida, segir það skipta miklu máli að fá inn fyrirtæki eins og Pipar\TBWA.

„Við erum mjög ánægð með að Pipar\TBWA sé komið til liðs við okkur. Pipar\TBWA og dótturfélögin SDG\TBWA í Noregi, Ceedr í Noregi, Ceedr í Danmörku og Ceedr í Finnlandi auk stofunnar á Íslandi koma til með að þróa með okkur leiðir til efnissköpunar fyrir fyrirtæki þvert á miðla. Fyrir okkur skiptir öllu máli að fá inn samstarfsaðila sem tekur þátt í stefnumótun með okkur og tekur þátt í að byggja upp okkar lausnir í samstarfi við fjölda annarra landa og á fjölda tungumála.“ segir Suzann.

Aida í notkun hjá fjölda fyrirtækja í Bretlandi og í Noregi

Aida er nú þegar í notkun hjá fjölda fyrirtækja í Bretlandi og í Noregi. Lausnin hefur verið kynnt á viðburðum á vegum FSB og Hashtag Events í Bretlandi þar sem áhugi markaðsfólks og frumkvöðla var mikill.

Aida er heildstætt, gervigreindardrifið kerfi hannað fyrir auglýsingastofur og innanhússteymi markaðsdeilda sem þurfa að skila gæðaefni. Aida veitir yfirsýn í gegnum öflugt utanumhalds- og skipulagskerfi og veitir innblástur að daglegri sköpun. Aida sameinar þannig hönnun, sjálfvirkni og stefnumótun í einu kerfi, Kerfið er byggt upp í kringum „Brandbrain“ sem er sérsniðið gervigreindarlag sem lærir orðræðu, stíl og sjónræn gildi viðskiptavinarins og tryggir samræmi í öllu efni. Aida er þannig meira en sjálfvirkt tól fyrir samfélagsmiðla eða efnissköpun – Aida er markaðsumgjörð með hönnun í forgrunni sem nær yfir öll þrep samskipta á samfélagsmiðlum og við efnisskrif.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi