Jack Grealish er á óskalista ítalska stórliðsins Napoli, samkvæmt The Sun.
Hinn 29 ára gamli Grealish kostaði Manchester City 100 milljónir punda þegar hann kom frá Aston Villa 2021 en hefur ekki staðið undir þeim verðmiða.
Er hann nú kominn í algjört aukahlutverk og ekki ólíklegt að hann fari í sumar, þegar tvö ár eru eftir af samningi hans.
Antonio Conte, stjóri Napoli, er sagður mikill aðdáandi Grealish og vill fá hann til sín. Hefur þessi fyrrum stjóri Chelsea og Tottenham þegar sótt þá Scott McTominay og Billi Gilmour úr ensku úrvalsdeildinni.
Napoli er á toppi ítölsku Serie A með 3 stiga forskot á Inter þegar þrjár umferðir eru eftir.