fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Pressan

Vonin dvínar um að systkinin finnist á lífi

Pressan
Fimmtudaginn 8. maí 2025 08:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Nova Scotia í Kanada hafa ákveðið að draga úr leit að tveimur systkinum, 4 og 6 ára, sem saknað hefur verið síðan á föstudag.

DV fjallaði um málið í gær en í fréttinni kom fram að systkinin, hin sex ára Lily Sullivan og fjögurra ára Jack Sullivan, hefðu horfið frá heimili sínu að morgni föstudags þegar móðir þeirra og stjúpfaðir voru sofandi.

Móðirin, Malehya Brooks-Murray, lýsti því að þegar hún vaknaði snemma á föstudag hefði hún heyrt í börnunum vera að leika sér í næsta herbergi. Hún var sofandi ásamt manni sínum, Daniel Martell, og 16 mánaða barni þeirra.

Hún sofnaði aftur og sagði að börnin hefðu verið á bak og burt þegar hún vaknaði nokkru síðar og dyr út í garð hafi staðið opnar.

Lögregla hefur gengið út frá því að börnin hafi farið sjálfviljug út og villst en í frétt CTV News kemur fram að lögregla haldi þeim möguleika opnum að um glæpsamlegt athæfi hafi verið að ræða.

The Globe and Mail greindi frá því í gær að lögregla hefði rætt við stjúpföðurinn í um fjórar klukkustundir þar sem hann var beðinn um að lýsa dögunum áður en þau hurfu í smáatriðum. Sagði hann að börnin hefðu ekki farið í skólann dagana áður en þau hurfu vegna veikinda.

Curtis MacKinnon, sem farið hefur fyrir leitinni, segir við The Globe and Mail að líkurnar á að systkinin finnist á lífi úti í óbyggðum séu litlar og þess vegna hafi verið ákveðið að draga úr leitinni.

„Við erum ekki búnir að pakka niður og gefumst ekki upp. Hingað til höfum við gert allt sem við getum en núna munum við leita á takmarkaðri svæðum,” segir hann.

Engar vísbendingar hafa fundist enn sem komið er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings