fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. maí 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir menn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, hótanir og rán með því að hafa í félagi, á laugardegi á síðasta ári, svipt pilt undir lögaldri frelsi sínu í allt að 45 mínútur og beitt hann margvíslegu ofbeldi.

Þeir fóru allir fjórir í bíl að húsnæði þar sem brotaþoli var gestkomandi. Þrír þeirra fór inn í húsið og sóttu hann og létu hann setjast inn í bílinn gegn vilja sínum. Tóku þeir af honum síma og heyrnartól. Þeir óku með piltinn að ónefndum stað í Reykjavík þar sem þeir fóru allir út úr bílnum og veittust með ofbeldi að brotaþola sem féll í jörðina við árásina.

Í ákæru er árásinni síðan lýst svona, og notast við bókstafi í stað nafna málsaðila:

„…en ákærðu slógu A margsinnis með krepptum hnefum í höfuð og búk og spörkuðu margsinnis í höfuð hans og búk þar sem hann lá á jörðinni, ákærði X gaf honum rafstuð í hægri upphandlegg og á vinstri framhandlegg með rafmagnsvopni og ákærði Y otaði hnífi að hálsi, bringu og kviðarholi A og hótaði að drepa hann og fjölskyldu hans ef hann segði frá, en ákærðu skildu A eftir beran að ofan og skólausan […], allt með þeim afleiðingum að A hlaut heilahristing, brot á báðum efri miðframtönnum og marga yfirborðsáverka á höfði, á handleggjum og á brjóstkassa.“

Móðir brotaþola gerir fyrir hönd ólögráða sonar síns kröfu um miskabætur frá hinum ákærðu upp á 4,5 milljónir króna.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 30. apríl. Réttarhöld í málinu eru háð fyrir luktum dyrum. Ekki liggur fyrir aldur brotaþola og hinna ákærðu enda margskonar upplýsingar hreinsaðar úr ákæru héraðssaksóknara til fjölmiðla. Fyrir liggur þó að brotaþoli er undir 18 ára aldri en DV hefur ekki upplýsingar um hvort árásarmennirnir eru eldri eða ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum
Fréttir
Í gær

Landsréttur fellir úr gildi gæsluvarðhald yfir Sigurði Almari

Landsréttur fellir úr gildi gæsluvarðhald yfir Sigurði Almari