Harvey Elliott miðjumaður Liverpool er til sölu í sumar og segir Talksport að gríðarlegur áhugi sé á honum.
Elliott er 22 ára gamall miðjumaður sem hefur verið í aukahlutverki á Anfield undanfarið.
Talksport segir að Wolves sé eitt þeirra liða sem vilji fá enska miðjumanninn í sumar.
Elliott er sagður hafa áhuga á því að fara annað til að reyna að komast í fleiri mínútur innan vallar.
Elliott hefur alist upp hjá Liverpool og því myndi sala á honum skila sér vel í bókhaldið.