fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. maí 2025 07:23

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gærkvöldi í Hafnarfirði, hverfi 220, fyrir húsbrot og líkamsárás. Maðurinn var vistaður í fangaklefa en frekari upplýsingar um málið koma ekki fram í skeyti lögreglu nú í morgunsárið yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar.

Þrír gista fangageymslur lögreglu en alls eru 50 mál skráð í kerfi lögreglu á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Í hverfi 110 var tilkynnt um hestaslys þegar kona féll af hestbaki og hlaut höfuðáverka. Hún var flutt á bráðamóttöku til frekari skoðunar.

Þá handtók lögregla mann fyrir skemmdarverk í hverfi 108 og var hann vistaður í fangageymslu.

Loks voru nokkrir ökumenn stöðvaðir fyrir ýmsar sakir, einn fyrir ölvun við akstur í hverfi 105. Annar var stöðvaður fyrir of hraðan akstur í hverfi 104, en hann ók bifreið sinni á 106 þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Við athugun kom í ljós að hann var undir áhrifum áfengis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir látnir og níu særðir í skotárás í Brown-háskóla – Árásarmaðurinn á flótta

Tveir látnir og níu særðir í skotárás í Brown-háskóla – Árásarmaðurinn á flótta