New York Post segir frá myndbandi fjölskylduföðurins sem vakið hefur töluverða athygli á TikTok en þar sem Flórídabúinn frá heimsókn sinni, eiginkonu sinnar og þriggja barna í Disney World í Flórída sem margar milljónir manna heimsækja árlega.
Kostnaður fyrir einn dag nam rúmum 180 þúsund krónum, en það hefði getað verið verra þar sem faðirinn ákvað að sleppa því að kaupa svokallaðan Lightning Lane-passa í garðinn sem styttir tímann í röðum verulega.
Maðurinn segir að áður en gengið var af stað í garðinn hafi hann greitt tæpar 4.000 krónur fyrir að leggja bílnum sínum yfir heilan dag. Svo var komið að því að kaupa miða en þeir kostuðu samtals 126 þúsund krónur fyrir öll fimm, þar á meðal var eitt barn undir 10 ára.
Það er ekki ókeypis að borða í Disney World en eftir fyrstu ferðina í rússíbana keypti hann tvær vatnsflöskur og þrjá ísa, en allt þetta kostaði um 4.000 krónur. Svo keypti hann sér einn bjór og pretzel fyrir börnin sem kostaði um 3.000 krónur.
Í minjagripabúðinni vildi sonur hans kaupa leikfangasverð sem kostaði 6.000 krónur, en faðirinn segist hafa sagt þvert nei við því. Svo fékk fjölskyldan sér pizzu á veitingastað í garðinum en kostnaður við það nam um 6.000 krónum. Fjölskyldan heimsótti svo Star Wars: Galaxy Edge park þar sem börnin fengu allskonar góðgæti, til dæmis Star Wars kók sem kostaði tæpar þúsund krónur.
Og áður en haldið var heim ákvað fjölskyldan að fá sér að borða á mexíkóska veitingastaðnum Frontera Cocina og kostaði máltíðin með öllu um 32 þúsund krónur. Nam samanlagður kostnaður við ferðina því tæpum 1.400 dollurum, rúmum 180 þúsund krónum.
Eins og fyrr segir vakti myndband föðurins töluverða athygli og mikið umtal. Ýmsir sögðu að þessi verðlagning væri galin og þá sérstaklega miðarnir inn í garðinn. Einn sagði að margar fjölskyldur hefðu einfaldlega ekki efni á að heimsækja garðinn.
Í umfjöllun New York Post er þess getið að einhverjir hafi gagnrýnt fjölskylduna fyrir að eyða svona miklum peningum í mat. „Það hefði verið hægt að lækka þennan kostnað verulega með því að fasta eða borða í bílnum á leiðinni í garðinn.“
This guy shows how much it costs for a day at Disney for a family of 5 pic.twitter.com/VfVhbVL2dP
— Financial Dystopia (@financedystop) May 3, 2025