fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Pressan

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði

Pressan
Þriðjudaginn 6. maí 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki ókeypis fyrir fimm manna fjölskyldu að gera sér dagamun í Disney World, en þessu fékk fjölskyldufaðir einn að kynnast fyrir skemmstu.

New York Post segir frá myndbandi fjölskylduföðurins sem vakið hefur töluverða athygli á TikTok en þar sem Flórídabúinn frá heimsókn sinni, eiginkonu sinnar og þriggja barna í Disney World í Flórída sem margar milljónir manna heimsækja árlega.

Kostnaður fyrir einn dag nam rúmum 180 þúsund krónum, en það hefði getað verið verra þar sem faðirinn ákvað að sleppa því að kaupa svokallaðan Lightning Lane-passa í garðinn sem styttir tímann í röðum verulega.

Maðurinn segir að áður en gengið var af stað í garðinn hafi hann greitt tæpar 4.000 krónur fyrir að leggja bílnum sínum yfir heilan dag. Svo var komið að því að kaupa miða en þeir kostuðu samtals 126 þúsund krónur fyrir öll fimm, þar á meðal var eitt barn undir 10 ára.

Það er ekki ókeypis að borða í Disney World en eftir fyrstu ferðina í rússíbana keypti hann tvær vatnsflöskur og þrjá ísa, en allt þetta kostaði um 4.000 krónur. Svo keypti hann sér einn bjór og pretzel fyrir börnin sem kostaði um 3.000 krónur.

Í minjagripabúðinni vildi sonur hans kaupa leikfangasverð sem kostaði 6.000 krónur, en faðirinn segist hafa sagt þvert nei við því. Svo fékk fjölskyldan sér pizzu á veitingastað í garðinum en kostnaður við það nam um 6.000 krónum. Fjölskyldan heimsótti svo Star Wars: Galaxy Edge park þar sem börnin fengu allskonar góðgæti, til dæmis Star Wars kók sem kostaði tæpar þúsund krónur.

Og áður en haldið var heim ákvað fjölskyldan að fá sér að borða á mexíkóska veitingastaðnum Frontera Cocina og kostaði máltíðin með öllu um 32 þúsund krónur. Nam samanlagður kostnaður við ferðina því tæpum 1.400 dollurum, rúmum 180 þúsund krónum.

Eins og fyrr segir vakti myndband föðurins töluverða athygli og mikið umtal. Ýmsir sögðu að þessi verðlagning væri galin og þá sérstaklega miðarnir inn í garðinn. Einn sagði að margar fjölskyldur hefðu einfaldlega ekki efni á að heimsækja garðinn.

Í umfjöllun New York Post er þess getið að einhverjir hafi gagnrýnt fjölskylduna fyrir að eyða svona miklum peningum í mat. „Það hefði verið hægt að lækka þennan kostnað verulega með því að fasta eða borða í bílnum á leiðinni í garðinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skutu rússneska orustuþotu niður með sjávardróna

Skutu rússneska orustuþotu niður með sjávardróna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort sefur þú vinstra eða hægra megin í rúminu? Valið segir mikið um þig

Hvort sefur þú vinstra eða hægra megin í rúminu? Valið segir mikið um þig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er „hollasti drykkur heims“ og hann getur styrkt hjartað

Þetta er „hollasti drykkur heims“ og hann getur styrkt hjartað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“