fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Kona sagði Jóni að það væri búið að hjálpa honum svo mikið – „Ég er ekki tilbúinn í að láta hafa mig að féþúfu mikið lengur“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 5. maí 2025 16:00

Grindavík. Mynd: Jón Steinar Sæmundsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nú búið að hjálpa ykkur Grindvíkingum svo mikiðer setning sem Jón Steinar Sæmundsson, verkstjóri segir ókunnuga konu hafa sagt við hann fyrir rúmu ári. Segir hann setningu konunnar hafa  ruggað jafnaðargeði hans.

Jón Steinar sem er fæddur og uppalinn Grindvíkingur bjó í bænum síðustu ár þegar jarðhræringarnar voru, rýming var 10. nóvember 2023 og er hann einn þeirra fjölmörgu íbúa sem þurftu að finna sér heimili utan bæjarins.

Þetta eða eitthvað í svipuðum dúr sem ýjar að mikilli hjálp til handa okkur Grindvíkingum hef ég heyrt nokkuð oft síðan,segir Jón Steinar og víkur sér aftur að ókunnugu konunni sem er forsaga þess að hann tjáði sig um málið.

Konuna hitti Jón Steinar á biðstofu smurstöðvar þar sem bæði biðu eftir að komast að með bílana sína í smur. Jón Steinar svaraði símtali og eftir að því lauk sneri konan sér að honum og sagði ,,ég heyri að þú ert úr Grindavíkog fór í kjölfarið að spyrja hann frétta um ástandið.

Auðvitað svaraði ég konunni eftir bestu getu og uppfræddi um hvernig ástandið blasti við mér, og okkur Grindvíkingum almennt og sagði sem satt var að þetta væru ekki öfundsverð spor að standa í. Þetta er eitthvað sem er erfitt að lýsa fyrir einhverjum sem ekki hefur lent í þessu og sannarlega eitthvað sem ég myndi ekki óska mínum verstu óvinum ef ætti ég slíka sagði ég. Þá kom þessi gullsetning hjá þessari blessuðu konu. ,,Það er nú búið að hjálpa ykkur Grindvíkingum svo mikið!

Jón Steinar Sæmundsson.

Ég verð sennilega seint talinn skoðanalaus maður þó ég beri þær sjaldan torg. Þessi setning konunnar ruggaði mínu annars ágæta jafnaðargeði nokkuð hressilega og ég hálf hreytti út úr mér að það væri akkúrat ekkert búið að hjálpa okkur. Hvað meinar þú? Það er búið að ákveða að kaupa af ykkur húsin og svoleiðis sagði hún. Það var ekki hjálp!“ svaraði Jón Steinar konunni og útskýrði málið fyrir henni betur:

Það var eitthvað sem varð að gera vegna þess að við vorum rekin burt úr húsunum máttum ekki vera þar. Ég get ekki ímyndað mér að það standist nokkra skoðun að henda fólki út á Guð og gaddinn í fleiri mánuði án nokkurra bóta. Svo fór ríkið fram með uppkaupin í nafni Fasteignafélagsins Þórkötlu og predikað var að um væri að ræða venjuleg fasteignaviðskipti. Í mínum huga er ekkert venjulegt við þetta.

Þegar ég hafði fundið mér húseign til kaups þurftum við hjónin að nota allt okkar sparifé og fá að auki lán til brúunar á meðan Þórkatla væri að vinna að kaupunum á sínum enda og á sínum ,,hraða.“ Í fyrstu heimsókn í bankann áttu vextir á brúunarlánum að vera þeir sömu og dráttarvextir eða ríflega 17% en síðar ákvað hann að sjá aumur á okkur og lækka þá niður í heil 12,55%. Flott hjálp þar!

Spyr hvort ríkið hefði ekki getað greitt leigu alfarið

Jón Steinar segist að vissulega hafi verið leigustyrkur fyrir þá sem þurftu að leigja. Spyr hann hvort leigan hefði ekki átt að greiðast alfarið af ríkinu þar sem ríkið sá um að brottvísa fólki úr eignum þeirra.

Bendir hann einnig á að Fasteignafélagið Þórkatla og Landsbankinn eru bæði í eigu ríkisins og þannig hefði verið hægur leikur að fara dýpra í þessi uppkaupalög sem samin voru í kringum Grindavík.

Seljandi hefði til dæmis átt að geta labbað með kaupstaðfestinguna frá Fasteignafélaginu Þórkötlu í þjóðarbankann okkar Landsbankann og fengið söluandvirði eignarinnar greitt út að frádreginni afsalsgreiðslunni með það sama og gengið frá sínum málum í framhaldinu. Svo þegar greiðsla bærist frá Fasteignafélaginu Þórkötlu rynni hún beint til bankans. Ekkert lán engir vextir bara flýtigreiðsla frá bankanum til að liðka fyrir. Þarna hefði ríkið getað látið hægri hendina vinna með þeirri vinstri. Nei, engin hjálp þar. Stimpilgjöldin voru kapítuli út af fyrir sig. Enginn afsláttur þar vegna þess jú að þetta voru venjuleg fasteignaviðskipti. Nei, ekki kom hjálp þar!

Afhending eigna til Fasteignafélagsins Þórkötlu er efni í svo góða sögu að ekki hræða myndi trúa að væri sönn enda lyginni líkust. Þið skuluð tæma húsin! Ekki möguleiki að fá að geyma svo mikið sem tannstöngul í húsinu. Verði slíkt gert verður hann fjarlægður á þinn kostnað! Þó svo að Fasteignafélagið Þórkatla sé ekki að fara gera neitt með eignirnar næstu þrjú árin á meðan forkaupsréttarákvæðið er í gildi var ekki nokkur möguleiki að fá að geyma nokkur verðmæti í húsunum á meðan við kæmum okkur fyrir annars staðar og áttuðum okkur á hlutunum. Frekar skyldum við henda hlutunum. Engin kom hjálpin þarna!

Tvær grímur farnar að renna á konuna

Jón Steinar að þegar þarna hafi verið komið í samtalinu hafi verið farnar að renna tvær grímur á konuna sem bryddaði upp á umræðuefninu.

Ekki skánaði það þegar ég sagði henni að ofan í þetta allt er ég búinn að vera að borga af húsinu mínu í Grindavík sem ég má ekki dvelja í.

Segir Jón Steinar að þá hafi konunni fallist hendur og hún beðinn hann afsökunar á því að hafa slengt þessu svona fram.

Íbúar greiða enn meira með Hollvinasamningi

Síðan að samtalið átti sér stað fyrir rúmu ári hefur Fasteignafélagið Þórkatla boðið fyrrum íbúum Grindavíkur Hollvinasamning.

Í grunninn hljóðar hann upp á það að þú tekur húsið ,,þitt“ í fóstur til 12 mánaða. Þú borgar 30 þúsund krónur í umsýslugjald vegna gerðar samningsins og svo hita og rafmagn. Gisting er ekki í boði. Í þessum samning er okkur boðið upp á enn meiri útgjöld okkur til handa.
Þar sem Þórkatla á húsin í þennan tíma sem forkaupsréttarákvæðið segir til um (og jafnvel lengur) þarf að kynda þau og getur ekki ráðstafað þeim neitt á meðan nema þá til okkar fyrrverandi eigenda. Væri það ekki ráð að leyfa okkur að hafa afnot af eigninni gjaldfrjálst?

Segir Jón Steinar að það væri borðleggjandi dæmi.

Á þessum tíma sem forkaupsrétturinn er í gildi leyfið okkur að koma og máta okkur við heimili ,,okkar“ endurgjaldslaust gegn því skilyrði að við skilum eigninni af okkur í sama ástandi eða betra að undangenginni ástandsskoðun. Ekki reyna að hafa okkur að féþúfu í þessu eins og öllu öðru hingað til.
Hvar er hjálpin okkur til handa, gulrótin til að lokka okkur aftur heim?
Er engin hjálp í boði sem ekki þarf að greiða fyrir?
Ég er ekki tilbúinn í að láta hafa mig að féþúfu mikið lengur því nóg hefur það verið hingað til og eflaust margir farið verr út úr þessu en ég.“

Þakklátur þeim sem sannarlega veittu aðstoð

Segist Jón Steinar að lokum vilja þakka fyrir þá sönnu hjálp sem hann og eiginkona hans og fleiri Grindvíkingar fengu eftir rýminguna 10. nóvember 2023.

Þar komu vinir og vandalausir okkur til aðstoðar, ýmist skutu yfir okkur skjólshúsi, fæddu og klæddu og tóku ekki krónu fyrir. Það var sannkölluð hjálp og ber að þakka fyrir. Annað ekki!“

Margir hafa deilt grein Jón Steinars, flestir Grindvíkingar sem bjuggu einnig í bænum og kannast við ofangreint á eigin skinni. Nokkrir segjast ekki íbúar, en hafa fylgst með á hliðarlínunni, og ótrúlegt sé hvernig komið hafi verið og sé enn komið fram við íbúa. Í grein Bryndísar Gunnlaugsdóttur fyrir helgi kom fram að enn bíða fjölskyldur uppkaupa á eign sinni.

Sjá einnig: „Þetta er ekki aðeins fjárhagslegt áfall. Þetta hefur djúpstæð áhrif á líf fólks, andlega heilsu þeirra og framtíðarmöguleika“

Kona nokkur, Grindvíkingur er þó ekki sammála:

Ekki er ég sammála að þetta sé vel skrifað ég get skilið þær aðstæður sem hér er lýst en að ekkert hafi verið gert fyrir okkur er ekki sannleikur, gosið var ekki ráðamönnum að kenna, miklir peningar verið settir í að verja byggð og uppkaup sem sjaldan er gert hvort tveggja.Við megum líka vera þakklát fyrir það sem við höfum þó fengið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi
Fréttir
Í gær

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný