fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Fjarlægðu augu, heila og barkakýli áður þeir skiluðu líkinu

Pressan
Fimmtudaginn 1. maí 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búið var að fjarlægja augu, heila og barkakýli úr líki úkraínsku blaðakonunnar Viktoriu Roshchyna þegar því var skilað til Úkraínumanna. Líkur eru taldar á að þetta hafi verið gert til að hylma yfir þá staðreynd að Viktoria var beitt pyntingum áður en hún lést.

Þetta kom fram í niðurstöðum skýrslu sem blaðamannasamtökin Forbidden Stories birtu í vikunni, en markmið samtakanna er að halda áfram rannsóknum þeirra blaðamanna sem hafa verið þaggaðir niður, handteknir eða myrtir vegna vinnu sinnar.

Líkamsleifum hennar var skilað til Úkraínu í febrúar síðastliðnum, tveimur og hálfu ári eftir að hún var handtekin af Rússum í ágúst 2023. Viktoria var aðeins 27 ára þegar hún lést.

Yuriy Belousov, yfirmaður stríðsglæpadeildar ríkissaksóknaraembættisins í Úkraínu, segir að hafi markmið Rússa verið að fela ummerki um pyntingar hafi það ekki tekist.

Á líkinu hefðu sést skrámur, blæðingar, brotin rifbein og ummerki um að henni hafi verið gefið raflost. Þá gaf mar á hálsi hennar til kynna að þrengt hefði verið að öndunarvegi hennar.

Vegna ástands líksins reyndist ekki unnt að skera úr um endanlega dánarorsök en í skýrslunni kemur fram að frekari rannsóknir muni fara fram.

Rússar hafa ekki gefið neinar upplýsingar um málið en yfirvöld staðfestu þó í maí 2024, níu mánuðum eftir að hún hvarf, að þeir hefðu handsamað hana. Hún var flutt í alræmdar fangabúðir í Berdyansk í austurhluta Úkraínu áður en hún var flutt í fangabúðir í Taganrog innan landamæra Rússlands. Hún er svo sögð hafa látist þegar verið var að flytja hana til Moskvu.

Á ferli sínum í blaðamennsku skrifaði Roshchyna fyrir nokkra úkraínska miðla sem og Radio Free Europe. Hún var handsömuð af Rússum í mars 2022, skömmu eftir innrás þeirra í Úkraínu, og var henni haldið í tíu daga. Það ár fékk hún sérstaka hugrekkisviðurkenningu samtakanna International Media Foundation.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt andlát glæpasagnahöfundar

Dularfullt andlát glæpasagnahöfundar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“