Chelsea hefur tapað 1.291 milljarði punda á síðustu tíu árum. Það er The Athletic sem fjallar um málið.
Þannig hefur Chelsea því að jafnaði tapað 354 þúsund pundum á hverjum degi í tíu ár.
Roman Abramovich fyrrum eigandi og Todd Boehly og félagar hafa dælt peningum í félagið til að halda því gangandi.
Nýir eigendur hafa sett milljarð punda í nýja leikmenn á undanförnum árum og vilja fara að sjá árangur.
60 milljónir króna í tap á dag er líklega eitthvað sem gengur ekki til lengdar.
Chelsea hefur þrátt fyrir þetta talsverða fjármuni á milli handanna til að reyna að styrkja leikmannahóp sinn í sumar.