Það styttist í næstu leiki íslenska karlalandsliðsins í undankeppni EM 2024.
Liðið heimsækir Lúxemborg 8. september og mætir Bosníu-Hersegóvínu hér heima þremur dögum síðar.
Fjórar umferðir eru búnar af undanriðlinum og er Ísland 7 stigum frá öðru sæti og þar með sæti í lokakeppni EM.
Miðasalan fyrir leikinn gegn Bosníu hér heima er hafin.