

Malo Gusto bakvörður Chelsea reyndi að skemma vítapunktinn á Craven Cottage þegar liðið tapaði gegn Fulham í gær.
Marc Cucurella var rekinn af velli og var óvíst hvort brotið væri innan eða utan teigs.
Á meðan dómari leiksins fór í VAR-skjáinn var Gusto eftir á vítapunktinum og reyndi að skemma hann. Vítaspyrnan var ekki dæmd og því var þetta óþarfi hjá Gusto.
Atvikið hefur vakið mikla athygli og Gusto sakaður um skítlega hegðun en hanner hvorki fyrsti né síðasti leikmaðurinn sem gerir svona lagað.
Atvikið má sjá hér að neðan.
Malo Gusto destroying the penalty spot during VAR check. 🤣pic.twitter.com/JGRXJTmWAH
— Premier League Out Of Context (@PL__OOC) January 8, 2026