Stríð Erik ten Hag og Jadon Sancho heldur áfram. Það er alls ekki víst að leyst verði úr því yfirhöfuð.
Breski miðillinn Inews fjallar um málið.
Ten Hag hafði Sancho utan hóps í leik gegn Arsenal á dögunum og sagði það vegna frammistöðu hans á æfingum.
Sancho svaraði þessu fullum hálsi en eyddi svo færslunni síðar.
Ten Hag vill afsökunarbeiðni frá Sancho en það kemur víst ekki til greina, þrátt fyrir að liðsfélagar hans hvetji hann til þess.
Samkvæmt nýjustu fregnum er ólíklegt að leyst verði úr deilu þeirra úr þessu og því ólíklegt að Sancho spili aftur fyrir Ten Hag.