Kalvin Phillips miðjumaður Manchester City hefur fengið nóg af litlum spilatíma og ætlar sér að reyna að komast burt frá félaginu í janúar.
Miðjumaðurinn sem kom frá Leeds fyrir rúmu ári síðan er í mjög litlu hlutverki hjá City.
Hann vonaðist eftir tækifærum nú þegar Rodri er í banni en Reco Lewis sem er bakvörður hefur frekar spilað á miðsvæðinu.
Félög reyndu að fá Philips í sumar en hann vildi gefa þessu aðeins meiri tíma hjá City.
Phillips veit hins vegar að hann heldur ekki sæti sínu í enska landsliðinu lengur nema að hann spili. Segja ensk blöð að bæði Everton og Newcastle vilji fá hann í janúar.