Vonir stjórnarmanna Manchester United um að selja Harry Maguire frá félaginu í sumar eru minni eftir að launin hans hækkuðu hressilega þann 1 júlí.
Maguire eins og margir leikmen United fengu 25 prósent hækkun á launum sínum þegar United komst í Meistaradeildina.
Leikmenn United eru margir með klásúlu um að launin hækki eða lækki eftir því hvort liðið sé í Meistaradeildinni.
Launin hjá Maguire voru því að hækka um 25 prósent og samkvæmt Guardian vill hann ekki taka það í mál að lækka laun sín í sumar.
Maguire hefur verið orðaður við West Ham en launapakki hans er yfir 200 þúsund pund á viku og því er það erfitt að losa hann í sumar.