Pep Guardiola, stjóri Manchester City, mun ræða við framherjann Erling Haaland eftir atvik sem kom upp um helgina.
Haaland fékk gult spjald í 1-1 jafntefli við Everton en var í raun heppinn að sleppa við rautt spjald.
Tæklingin var á Vitalii Mykolenko en Haaland kom aftan að leikmanninum og uppskar að lokum gult.
Haaland virkaði nokkuð pirraður út í andstæðing sinn í þessum leik en Guardiola ætlar að ræða við sinn mann og passa upp á að hann fái ekki það rauða.
,,Ég mun ræða við Haaland um þetta. Þetta var klárlega gult spjald. Hann var á gulu spjaldi og ég varaði hann við því það getur verið hættulegt,“ sagði Guardiola.
,,Við getum ekki spilað 10 gegn 11, hann var nokkuð reiður eftir það sem gerðist en brást að lokum vel við og átti góðan leik.“