Erling Braut Haaland hefur verið hreint magnaður frá komu sinni til Manchester City frá Dortmund í sumar.
Norski framherjinn skoraði tvö mörk í 3-1 sigri City á Leeds í gær. Hann er þar með kominn með tuttugu mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.
Það er athyglisvert í ljósi þess að markahæstu menn síðustu leiktíðar í deildinni voru með 23 mörk í lok hennar. Það voru þeir Heung-Min Son og Mohamed Salah.
Haaland vantar því aðeins þrjú mörk til að jafna þann fjölda. Þó eru aðeins fimmtán leikir búnir af leiktíðinni og 23 leikir eftir.
Undirstrikar þetta magnað tímabil Haaland hingað til.