Ef marka má enska götublaðið Daily Mail, er það draumur Ole Gunnar Solskjær að bæta við þremur leikmönnum í hóp félagsins í sumar.
Blaðið segir að Solskjær horfi til þess að spila 3-5-2 kerfið og fá Harry Kane í fremstu víglínu með Marcus Rashford.
Blaðið segir að Solskjær vilji fá Jack Grealish á miðsvæðið og Kalidou Koulibaly í hjarta varnarinnar.
Jadon Sancho er mest orðaður við félagið en Daily Mail telur að United gæti reynt frekar við Kane. Sky Sports segir hins vegar að United hafi ekki áhuga á Kane, en ætli sér að sækja Sancho.