fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433

KA fagnar 90 ára afmæli sínu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. janúar 2018 13:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnufélag Akureyrar fagnar í dag 90 ára afmæli sínu. Húsfyllir var á afmæliskaffi KA sem fram fór í gær í KA-heimilinu. Afmælishátíðinni verður framhaldið næstkomandi laugardag, 13. janúar, með stórveislu í KA-heimilinu þar sem fram koma Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Hamrabandið, Vandræðaskáld og Páll Óskar. Veislustjóri er Sigurður Þorri Gunnarsson, útvarpsmaður.

Dagskráin í gær var með hefðbundnu sniði en Hrefna G. Torfadóttir, formaður, fór yfir árið 2017 og minntist m.a. látinna félaga og helstu afreka KA innan sem utan vallar. Ingvar Gíslason, varaformaður, las upp annála deilda og voru landsliðsmenn KA heiðraðir með rós. Ræðumaður dagsins var Katrín Káradóttir, athafnakona. Í lok dagskrárinnar var Böggubikarinn afhentur. Böggubikarinn var gefinn af Gunnari Níelssyni og fjölskyldu til minningar um Böggu okkar sem lést langt fyrir aldur fram og skal veittur hvetjandi, jákvæðum einstaklingum sem hafa góð áhrif á aðra. Alexander Heiðarsson, júdó, var hlutskarpastur meðal drengjanna en þær Berenika Bernat og Karen María Sigurgeirsdóttir voru jafnar í tveimur kosningum hjá stúlkunum og deila þær því bikarnum.

Miðasala á afmælishátíðina 13. janúar er í KA-heimilinu. Einnig er hægt að panta miða á siguroli@ka.is og gunninella@outlook.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Í gær

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“
433Sport
Í gær

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli
433Sport
Í gær

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Í gær

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Í gær

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi