FH 2 – 4 Fylkir
0-1 Benedikt Daríus Garðarsson(’18)
0-2 Nikulás Val Gunnarsson(’40)
1-2 Davíð Snær Jóhannsson(’45)
2-2 Dani Hatakka(’68)
2-3 Ómar Björn Stefánssoin(’94)
2-4 Óskar Borgþórsson(’95)
Fylkir vann dramatískan sigur á FH í Bestu deild karla í kvöld en um var að ræða seinni leik kvöldsins.
Fylkir gat komist úr fallsæti með sigri í Kaplakrika og var það að lokum raunin í kvöld.
Fylkismenn komust í 2-0 í fyrri hálfleik en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum og tókst að jafna.
Það var svo í blálok leiksins sem Fylkir bætti við tveimur mörkum til að tryggja frábæran 4-2 sigur.
FH var að tapa sínum þriðja leik í röð og er útlitið ekki of bjart í Hafnarfirði.