

Karlmaður hefur verið dæmdur til þess að greiða 200 hundruð þúsund krónur í sekt, eða sæta 14 daga fangelsi, fyrir kynferðisbrot. Maðurinn var handtekinn í október síðastliðnum en hann reyndist vera með bæði myndir og myndbönd sem innihéldu barnaklám í vörslu sinni. Dómur féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra síðastliðinn föstudag.
Lögreglu bárust í september síðastliðnum upplýsingar um að maðurinn væri með gróft barnaklám í tölvu sinni. Í kjölfarið haldlagði lögreglan tölvu mannsins og flakkara. Í tölvu mannsins fundust 40 klámfengnar myndir og ein myndbandaskrá. Um var að ræða myndir og myndskeið af börnum sem sýnd voru á kynferðislegan og klámfenginn hátt eða sams konar myndir af einstaklingum sem orðnir voru 18 ára, sem voru í hlutverki barns.